Gunnar Karl eldar fyrir gesti á Agern í New York

Gunnar Karl Gíslason er yfirkokkur á hinum stórglæsilega veitingastað Agern í hjarta New York við Grand Central Terminal. Þangað flutti hann fyrir tveimur árum með fjölskylduna. Agern er talinn vera eitt best varðveitta leyndarmálið í ríkulegri veitingastaða-menningu New York.

Hver er kokkurinn?

Gunnar Karl Gíslason, fæddur og uppalinn á Akureyri og nágrenni. Lærði matreiðslu hjá Snæbirni á Fiðlaranum áður en að ég flutti suður og síðan erlendis til að læra nýja og skemmtilega hluti í eldhúsinu.

Charred Corn
chanterelles, raspberries, tarragon

Hvernig kom það til að þú fórst að vinna á veitinga stað í New York?

Ég og Claus Meyer höfum verið vinir til fjölda ára, þannig að þegar hann var að fara að opna stað hér í New York þá hafði hann samband við mig og bauð mér að koma og starfa sem yfirkokkur. Þetta var auðvitað stór ákvörðun fyrir okkur og krakkana en okkur fannst eins og að við yrðum að stökkva á þetta, prófa eitthvað annað og nýtt.

Var ekki erfitt að taka skrefið og flytja út til þessarar stórbrotnu flottu borgar?

Jú það var það svo sannarlega, við vissulega með 4 börn og svo fyrirtæki sem erfitt var að fara frá. Það var samt bara eitthvað við þetta allt sem lét okkur líða eins og að þetta væri rétta skrefið til að taka, þannig að við bara ákváðum að kýla á þetta.

Ég meina – hversu oft er maður beðinn um að opna veitingastað inn á Grand Central Terminal?

Ætlaðir þú alltaf að verða kokkur?

Nei alls ekki, ég ætlaði að verða bóndi en það varð nú ekkert úr því. Ég vann öll sumur í sveit þangað til ég réð mig sem uppvaskara á Bautanum þá var ekki aftur snúið og ég hef varla farið úr eldhúsinu síðan þá. Hafandi sagt það þá blundar nú alltaf í mér bóndinn, það hefði átt einstaklega vel við mig.

Ertu að bjóða viðskiptavinum þínum uppá íslenskan fisk?

Það kemur fyrir já en hafandi sagt það þá fókusum við meira á local hráefni, allt kemur hér úr okkar nágrenni og við erum dugleg að rækta vinskap við bændur og aðra snillinga sem eru að selja okkur vörur.

Cucumber
lemongrass, sorrel, lemon

Er einhver tími til að sinna fjölskyldulífinu þegar maður er orðinn yfirkokkur?

Ég vinn vissulega langa daga og missi því af fjölskyldunni 5 daga vikunnar. Við reynum því bara að gera eitthvað þeim mun skemmtilegra þá 2 daga í viku sem ég á frí.

Áttu þér draum?

Svo sannarlega, ég á mér mjög marga drauma. Sennilega of marga ef þú spyrð frúnna.

Fyrri greinJóna kristín er konan að baki JK Design
Næsta greinEinstök samvinna systranna Söru og Svanhildar