Það getur verið flókið að setja myndir á vegg svo þær komi vel út. Vita hversu þétt þær eiga að vera, hátt uppi, hvaða mynd passi með hverri, hvaða litur á ramma eigi að vera saman og sitt lítið af hverju.

Fullt af spurningum vaknar þegar við ætlum að fara taka okkur loksins til. Þetta stendur oftast til á flestum heimilum en margir koma því ekki í verk að hengja upp myndir.

Hér erum við búin að taka saman nokkrar hugmyndir sem ættu að hjálpa okkur af stað. Eins og sjá má er nánast allt leyfilegt. Það er ekkert mál að raða saman allskonar römmum í ýmsum litum og stærðum.

Besta hugmynd sem við vitum um og virkar vel, er sú að klippa út pappír eða bara ruslapoka ef þú átt ekki nógu stórt karton og líma á vegginn. Passa bara að hafa pappírinn í sömu stærð og rammarnir eru sem þú ætlar að setja upp á vegg.

Vonandi hjálpar þér þetta að koma myndunum upp á vegg sem hafa beðið eftir að fá veggpláss.

Næsta greinSigurður Sævar – 20 ára myndlistamaður sem hefur haldið um 20 einkasýningar