Ríkharður Valtingojer

Hver er listamaðurinn?

Ég heiti Ríkharður Valtingojer og er fæddur í Bolzano í Suður Tyrol árið 1935. Þegar ég var 4 ára fluttist ég með foreldrum mínum til Essen í Þýskalandi. Eftir rúmt ár þar voru ég og móðir mín flutt, vegna mikilla loftárása, á öruggt svæði til Schladming í Austurríki. Faðir minn hafði þá verið tekinn í þýska herinn og féll hann seinna í stríðinu.

Í Schladming átti ég mjög góða æsku til 13 ára aldurs en þá fluttum við til Graz þar sem ég fór í menntaskóla. Fór síðan í iðnnám þar sem ég lærði silfursmíði og því næst í myndlistarnám í Graz.
Þaðan lá leiðin síðan til Vínarborgar í Akademie für Bildende Künste í málaradeild.

Árið 1960 fór ég með Gullfossi til Íslands og réð mig á síðutogarann Þorkel Mána. Var næstu 3 árin á ýmsum togurum og settist síðan að í Reykjavík og fór aftur að mála og hélt fyrstu sýningu árið 1964 í Bogasalnum.
1985 fluttist ég með Sólrúnu konu minni og tveimur börnum til Stöðvarfjarðar og keypti þar hús.
Jafnhliða vinnu minni við grafíkina kenndi ég í grafíkdeild M.H.í og Sienna Listaháskólanum í 25 ár.

Ríkharður Valtingojer

Getur þú lýst verkum þínum?

Þegar ég hætti á sjónum og fór að mála aftur, málaði ég í fyrsta skipti landslag því íslenskt landslag hafði svo sterk áhrif á mig. 1975 byrjaði ég að vinna í grafík og hef lengst af unnið í grafík síðan. Í grafíkinni byrjaði ég að vinna pólistískar myndir með gagnrýni á ýmis þjóðmál og ástandið í heiminum.

Ríkharður ValtingojerRíkharður Valtingojer

Hvert sækir þú innblástur?

Undanfarið hef ég gjarnan sótt innblástur í íslenska náttúru og unnið með náttúruform á minn hátt.

Ríkharður Valtingojer

Hefur einhver annar listamaður haft áhrif á þig í gegnum tíðina?

Ég hef alltaf forðast að verða fyrir áhrifum af öðrum listamönnum.

En 1976 kynntist ég hinum fræga þýska listamanni A.Paul Weber sem var með sýningu á Kjarvalsstöðum.  Hann bauð mér til sín til Þýskalands  og var ég eitt ár hjá honum. Hjá honum og syni hans lærði ég steinþrykk/litógrafíu sem ég fór síðan að kenna við M.H.Í.

Ríkharður Valtingojer

Verkin þín hafa verið sýnd víða um heim og í sýningarskrám erlendis. Hvernig kom það til?

Eftir að ég hafði sýnt á nokkrum alþjóðlegum sýningum og verið í sýningarskrám fæ ég árlega boð á 5-8 alþjóðlegar sýningar.

Ríkharður ValtingojerÁttu þér uppáhalds verk?

Mezzotintan „Brauð og hnífur“ er alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér.

 

Ríkharður Valtingojer
Brauð og hnífur

Hvernig myndir þú lýsa dæmigerðum vinnudegi hjá þér?

Venjulega fer ég svona um eittleytið eftir hádegið í vinnustofuna. Er þar til svona klukkan fjögur.
Fer svo oft aftur eftir kaffið og vinn framundir kvöldmat.

ríkharður valtingojer

Hvaða ráð hefur þú fyrir unga listamenn sem eru að byrja sín fyrstu skref í listinni í dag?

Mikilvægt er að finna sjálfan sig og vera sannur í því sem maður gerir. 1975 byrjaði ég að vinna í grafík og hef lengst af unnið í grafík síðan.

ríkharður valtingojer

Hvar er hægt að skoða og versla verkin þín?

Ég er með öll verkin mín í galleríinu okkar, Gallerí Snærós, á Stöðvarfirði. Einnig er hægt að panta myndir í gegnum heimasíðuna okkar: www.gallerisnaeros.is  og einnig á sýningum.

Fyrri greinMistök skapa áhugaverðar hugmyndir
Næsta greinÞórdís Elín einbeitir sér að samspili manns og náttúru