Ég heiti Hrönn Blöndal Birgisdóttir, er 27 ára og er frá Akureyri. Ég er nýflutt frá Barcelona til Berlínar þar sem ég er í mastersnámi í visual & media anthropology. Samhliða því vinn ég í markaðssetningu og er förðunarfræðingur.

1Hver er uppáhalds verslunin þín á íslandi?

Ég versla mest vintage eða second hand, svo það er sennilega Spútnik verslunin. Mér finnst líka mjög flott úrval í Húrra, Galleri 17 og Maia, og svo er allt frá Hildi Yeoman gullfallegt.

2Hvernig skóm gengur þú helst í?

Ég er mest fyrir classics týpur af strigaskóm eða chunky ökklastígvél. Undanfarið hef ég mest verið í hvítum Reebok Workout Plus eða Dr Martens, svo er ég að ganga í gegnum þriðja parið mitt af sömu týpunni af Vagabond stígvélum

3Hvaða kaffihúsi mælir þú með hér heima?

Á Akureyri finnst mér mjög notalegt að sitja á Kaffi Ilm eða Bláu Könnunni.

4Hvernig er uppáhalds dressið þitt?

Það fer eftir skapi, en ef veður leyfði væri ég alltaf í stuttum kjól og strigaskóm. Annars segi ég high waist gallabuxur, þægileg peysa eða oversize mynstruð skyrta, pels og boots eða strigaskór. Mér finnst öll dress verða aðeins flottari ef maður setur upp stóra eyrnalokka og ég er oft með stóra hringi.

5Hver eru bestu kaupin þín?

Svart leðurpils sem ég fann í vintage verslun í Amsterdam eftir mikla leit af einu slíku. Líka varablýantur frá Kiko sem ég keypti einu sinni fyrir verkefni á eitthvað um tvær evrur, hann reyndist vera hinn fullkomni litur og entist í marga klukkutíma svo ég keypti alla sem voru til næst þegar ég fór, ég á einn eftir. Hann var númer 712 en ég held að það sé búið að skipta um nafn og númer á honum núna.

6Hvar færðu innblástur í fataval þitt?

Ég fylgist mikið með tímaritum, fatahönnuðum, fyrirsætum og stílistum á Instagram, t.d. Paloma Elsesser, Jeanne Damas, Freja Wewer, stylemefresh, Metal Magazine. Svo fær maður alltaf ómeðvitað innblástur frá fólki sem maður sér í daglegu lífi, kvikmyndum og samfélagsmiðlum.

7Hver er uppáhalds veitingastaðurinn þinn á Íslandi?

Mér finnst maturinn á Sæta svíninu og Sake barnum í Reykjavík mjög góður. Ég fer oftast á Rub23 á Akureyri ef mig langar gott út að borða þar.

8Hvaða snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þér?

Undanfarið hef ég verið sjúk í Weleda húðvörurnar, sérstaklega Skin food kremið og Almond andlitskremið. Ég nota mikið augnskugga frá Lancome sem heitir Passion Glow og Chanel Inimitable er besti maskari sem ég hef prófað.

Það eru nokkrar vörur sem ég kaupi alltaf aftur þegar ég klára þær.

MAC longwear pro hyljarann, Laura Mercier laust púður, Benefit Hoola Bronzer, Maybelline Brow Drama, vatnsheldur augnblýantur frá Rimmel, uppáhalds ilmvatnið mitt Lancôme La Vie Est Belle, Aquaphor, Essie naglalakk í litnum Mademoiselle.

Ég nota oftast ferskjulitaða kinnaliti en mér finnst Benefit Coralista sérstaklega fallegur og klæðilegur hvort sem ég er föl á veturna eða smá sólbrún á sumrin. Ég hef líka notað húðvörumerki sem heitir ACO síðan ég var í grunnskóla, Spotless andlitshreinsirinn frá því merki finnst mér alltaf góður, ACO er frekar ódýrt og fæst í apótekum.

9Getur þú gefið okkur nokkur góð tískuráð

Það er hægt að fá innblástur frá öðrum en virkar sjaldnast að reyna að klæða sig algjörlega eftir stíl einhvers annars.
Ég pæli mikið í því úr hvaða efni föt eru og kaupi helst bómull, silki, ull eða viscose.

Ég mæli líka með að kaupa frekar minna en í betri gæðum, klassískar flíkur sem endast og eru klæðilegar.

Aldrei að kaupa sér eitthvað með það markmið að grennast til að passa betur í það. Svo má hafa í huga hvaðan fötin koma, mikið af ódýrum fatnaði er framleiddur af fólki sem vinnur við hræðilegar aðstæður og fær lítið sem ekkert borgað.

Fyrri greinSigurður Sævar – 20 ára myndlistamaður sem hefur haldið um 20 einkasýningar
Næsta greinGréta Gísladóttir – Listamaður í rómantísku umhverfi