Hver er konan á bak við buttercup baby design?

Ég heiti Gundega og er 31 árs klassískur listmálari að mennt. Buttercup er ekki dagvinnan mín heldur mun frekar hobbý.

Hvernig kom til að þú fórst að sauma og selja barnaföt?

Ég byrjaði að hanna prent og sauma þegar ég eignaðist strákinn minn 2014. Mig langaði í öðruvísi föt á hann og ég prófaði mig bara áfram. þetta átti samt aldrei að fara í sölu en eftir mikla hvatningu frá fjölskyldu og vinum ákvað ég opna facebook Buttercup í janúar 2015.

Hvert sækir þú innblástur í hönnun þína?

Ég bý til öll mín prent sjálf og læt prenta þau á efni i þýskalandi. Dýr eru minn stærsti innblástur og öll prentin mín eru þannig. Ég er alltaf að reyna bæta mig með ný prent og vörur.

Getur þú lýst vörum þínum?

Vörurnar mínar eru þægilegar, mjúkar og einstakar. Ég er alltaf að reyna bæta mig með ný prent og vörur. Vörurnar eru þægilegar, mjúkar og einstakar. Ég hef ekki neina ákveðna stefnu fyrir litla merkið mitt.

Hvar er hægt að skoða og kaupa vörur þínar?

Það er best að hafa samband í gegnum Facebook síðuna mína Buttercup

Buttercup

Fyrri greinBryndís Pernille skartgripahönnuður sækir innblástur í náttúruna
Næsta greinListamaðurinn Harpa Einarsdóttir undirbýr myndlistasýningu