Hver er listamaðurinn ?

Ég heiti Katla Karlsdóttir, er 21 árs og er á 2. ári i Bachelors námi í nútíma skartgripa hönnun – gull og silfur smíði í Royal Academy of fine arts i Antwerpen,Belgiu. Er fædd í Danmörku og uppalin að miklu leyti á Íslandi, en siðan hef ég ferðast víða með fjölskyldu minni og búið m.a. á Spáni og núna í Belgiu.

Hvernig er að búa í Paris\Belgíu ?

Ég flutti til Belgiu haustið 2012 með fjölskyldu minni. Allt öðruvísi umhverfi en ég var vön, mjög alþjóðlegt og spennandi og mér líður mjög vel hér.

Ég bjó i Brussel fyrstu 3 árin sem var mjög gaman, falleg borg og mikið að gera og sjá. 2014-2015 dvaldi ég í París og byrjaði í ‘Foundation year’ eða i undrbúnings ári í Paris College of Art sem var mjög gaman. Ég fékk að prófa ýmislegt og upplifa margt og vann á meðal annars lista samkeppni á milli Central Saint Martins og Paris College of Art í samstarfi við Eurostar. Þetta var yndislegur skóli og ég kynntist  yndislegu fólki. Núna  bý ég i Antwerpen sem er litil borg i flæmska hluta Belgiu sem er fínasta borg.

Getur þú lýst verkum þínum?

Verkin mín eru mjög persónuleg og ég er alltaf trú sjálfri mér í því sem að ég geri. Ég vinn mikið með munstur og smáatriði og aðalega i svart\hvítu eða ‘neutral’ litum. Ég dregst meira að óreglulegum og náttúrulegum formum og einfaldleika en á skreyttann hátt.

Hvert sækir þú innblástur í verk þín?

Náttúra er alltaf eitthvað sem að ég enda með að nota mest sem innblástur. Ég reyni líka að skoða og bera saman mismunandi menningar og trúarbrögð og hluti sem að eru eitthvað alveg nýtt fyrir mér. Ég vinn líka mikið með andstæður, hvort sem að það eru litir, efni eða aðferðir…

Er hægt að skoða\kaupa verk frá þér?

Ég er með Instagram fyrir verkin mín og almennt hverju ég er að vinna að í augnablikinu sem er @ketilridurblomaros. Þar er hægt að senda mér skilaboð. Siðan er ég með nokkrar myndir til sölu i Kistu í Hofi á Akureyri.

Fyrri greinListamaðurinn Harpa Einarsdóttir undirbýr myndlistasýningu
Næsta greinBylgja Lind listamaður sækir innblástur í náttúru austurlands