500.is

Jóna kristín er konan að baki JK Design

Hver er konan á bak við JK Design?

Ég heiti Jóna Kristín Snorradóttir og er 39 ára kjólaklæðskeri með AP gráðu í markaðshagfræði.

Getur þú lýst fatahönnun þinni?

Fatahönnunin mín einkennist einna helst af stílhreinum flíkum, rómantík og öðruvísi efnum. Aðal áherslurnar í hönnuninni eru klæðilegar og klassískar flíkur úr gæðaefnum sem endast vel. Kjólarnir eru í kvenlegum sniðum sem henta við mörg tækifæri. Mikilvægt er að líða vel í hönnuninni og notagildið er oft tvöfalt.

Hvenær byrjaðir þú að hanna?

Ég byrjaði að hanna árið 2006 en merkið JK DESIGN fór fyrir alvöru af stað árið 2008. Þá var ég í Markaðsfræðinámi í Danmörku og byrjaði að hanna og selja á Facebook og senda til Íslands og annarra landa.

Hvert sækir þú innblástur?

Ég sæki aðallega innblástur til náttúrunnar og íslenska þjóðbúningsins en fuglar, og þá einkum hrafninn og örninn hafa skipað stóran sess í hönnuninni upp á síðkastið. Ótrúlegt aðdráttarafl sem þessir fallegu fuglar hafa. Ég nota einnig aðrar dýramyndir eins og úlfinn og ugluna.

Hvaða efni notar þú í fatahönnun?

Ég nota Ity jersey, silki, satín og stretch efni, einnig skapa blúndur og blúndurenningar skemmtilega stemningu í flíkunum.

Sérprentuðu JK Design efnin eru unnin út frá myndum og eru munstruð saman á skemmtilegan hátt. Snjómunstur efnin eru t.d. unnin út frá mynd af snjó í fjallshlíðum Öxnadals og munstur gert úr.

Hvar er hægt að skoða og kaupa?

Í Jöklu á Laugavegi 90. Þar selur hópur hönnuða hönnun sína beint frá hönnuði, þar er gott úrval af íslenskri hönnun og margt fallegt að skoða.

Einnig í netversluninni  www.jkdesign.is
Svo er hægt að fylgjast með á facebook síðunni og Instagram
Snapchat: jkdesigniceland

Exit mobile version