500.is

Góðar viðtökur við FRIDA fatahönnun

Hver er konan á bak við FRIDA fatahönnun?

Ég heiti Hulda Fríða Björnsdóttir og er úr Kópavoginum. Ég kláraði Viðskiptafræði í HÍ með áherslu á Markaðsfræði en það hefur hjálpað mér mikið í rekstrinum á FRIDA merkinu. Eftir það lærði ég fatahönnun í Margrethe Skolen í Kaupmannahöfn og flutti fljótlega eftir námið til Íslands. 

Getur þú lýst fatahönnun þinni?

Ég vinn alltaf með eitthvað nýtt á hverju ári en það sem hefur verið gegnum gangandi hjá FRIDA er þægilegur fatnaður og snið sem endast til lengri tíma. Ég vinn mikið með samspil forma og prents. Í ferlinu er notað starfræn prentun á efni en mikill tími fer í myndvinnslu á mynstrum fyrir prentun. Í FRIDU línunni eru að finna mohair ullarkápur, kjólar úr náttúrulegu efni, ullarpeysur og fylgihlutir úr silki. 

 

Hvert sækir þú innblástur í fatahönnun þína?

Það er mismunandi hvaðan ég fæ innblástur en einfaldleiki í formum, flókin smáatriði, geometrískar línur, andstæður, tónlist, listaverk, ákveðnar stefnur hafa oft heillað mig.  Hef unnið með japanskar hefðir, 60s, art deco osfrv. Yfirleitt er ég að nota lífverur úr ólíkum heimum t.d var fyrsta línan mín jafnvægið milli tveggja ólíkra heima bardaga geishjunnar og lífverur hafsins  en í dag er ég að vinna með umhverfið, litasamsetningar og lífverur. Einnig finnst mér mjög gaman að vinna með drapering þar sem maður teiknar hugmyndina eftirá. 

Hvaða efni notar þú í fatahönnun þína?

Ég nota yfirleitt náttúruleg efni, silki, viskose og ull. Varan er framleidd á Íslandi og litlu magni en ég reyni að nota efni framleidd á Íslandi. 

Getur þú lýst dæmigerðum vinnudegi hjá þér?

Ég eða maðurinn minn hann Jóhannes Hlynur förum með stelpuna okkar á leikskólann. Fæ mér svo kaffi til að geta byrjað á vinnustofunni en vinnustofan mín er í húsinu okkar en það hefur hentað mér mjög vel að vinna heima þar sem ég get tekið á móti viðskiptavinum og haft litla verslun á vinnustofunni. Dagurinn er mjög fjölbreyttur en fer eftir því hvar ég er í ferlinu. Í byrjun ferlisins eyði ég miklum tíma í að finna hugmyndir og vinna svo collage út frá því. Yfirleitt geri ég svo mynstur eftir það í tölvunni. Svo teikna ég mismunandi hugmyndir eða vinn út frá drapering á gínu. Sníðagerðin tekur einnig oft mikinn tíma. Hreyfing skiptir mig líka miklu máli og ég reyni að fara milli verkefna en ég bý við hliðin á sundlaug og nota hana mikið. Svo sæki ég stelpuna og vinn yfirleitt eitthvað í tölvunni seinni partinn eða kvöldin. 

Hvar er hægt að skoða og kaupa fatahönnun þína?

Markmiðið er að setja vörurnar í verslanir en síðustu tvö ár hef ég verið á Skólavörðustígnum í versluninni Skúmaskot en eins og er þá er hægt að koma á vinnustofuna í Kópavoginum, Skjólbraut 11a þar sem hægt að koma og skoða og máta. Einnig hægt að hafa samband við mig í gegnum facebook þar sem hægt er að panta með heimsendingu.

FRIDA by Hulda Frida Bjornsdottir

Skjólbraut 11a, 200 Kópavogur

https://www.facebook.com/fridabyhulda/

https://www.instagram.com/huldafridab/

Exit mobile version