Sigríður Ólafsdóttir rekur fyrirtækið Mögnum á Akureyri sem veitir þjónustu á sviði markþjálfunar, ráðgjafar og fræðslu til fyrirtækja og einstaklinga og núna er hún að halda þetta spennandi námskeið.
Efnistökin eru margskonar en andi markþjálfunar svífur yfir vötnum ásamt því að hún þræðir inn reynslu sína af kulnun og því að byggja upp kraft og gleði á ný.

Verkefnin og leiðirnar sem farið er yfir á námskeiðinu snúa meðal annars að sjálfsþekkingu, sjálfstrausti og markmiðasetningu. Þessi atriði eru samkvæmt fræðum vinnusálfræðinnar lykilatriði til að hafa áhrif á getuna okkar. Getan síðan, ásamt hvatningu og umhverfisþáttum eru þeir þrír þættir sem standa að baki frammistöðu í leik og starfi.

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.