Hvað eru heitar krossbollur?

Hefðbundnar heitar krossbollur eru gerjaðar sætar smábollur sem eru létt kryddaðar og fylltar með rúsínum eða rifsberum, merktar á toppi með krossi sem er annað hvort hellt í með kökukremi eða borið í raufar þegar skorið hefur verið í degið.

Heitar krossbollur náðu vinsældum á tímum Elízabetar í Englandi. Í lok 16. aldar stóð Elizabet drottning frammi fyrir lögum sem takmarkaði sölu á sætum bollum við jarðarfarir, um jól og á föstudaginn langa fyrir páskana. Bretar voru hjátrúarfullir og trúðu því að bollurnar bæru með sér lækninga- og töframátt.  Þeir voru hræddir um að þessi völd yrðu misnotuðu. Sumir töldu jafnvel að bollur bakaðar á föstudagskvöldi myndu aldrei verða harðar og þorna.
Til að komast í kringum lögin tók fólk að baka þessar sætu bollur heima. Þær urðu ekki einungis vinsælar, heldur þótti erfitt að framfylgja lögunum og þau voru felld niður.

Uppskriftina er að finna hér á Natashaskitchen.com