Innlit í eitt svalasta heimili í London

Hér í þessu vídeói er litið inn í eitt svalasta heimili í London, þar sem SheerLuxe heimsækir þetta stórkostlega heimili. Sommer Pyne er eigandi eignarinnar sem er ekki einungis heimili hennar, heldur líka notað fyrir námskeið, kvöldmatsklúbba og fleira.

Hvert herbergi er ótrúlega fagurt, allt frá marmara og málmum, fallegum innréttingum, húsgögnum, plöntum og bókum. Ef þú hefur áhuga á að vafra um á Pinterest í leit að hugmyndum fyrir heimilið þá áttu eftir að hafa gaman af þessu.