Ég heiti Arnhildur Jóhannsdóttir og er 23 ára, ég er frá Akureyri, flutti suður fyrir 3 árum til að hefja nám í húsgagnasmíði en er nú að vinna í Kron skóbúð á Laugarveginum og Kronkron. Hvað ég ætla að gera í framhaldi af því er óskrifað blað.

1Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum?

Hann er rosa fjölbreyttur og síbreytilegur. En í grunninn myndi ég segja klassískur. Ég elska samt sterka liti og legg upp úr fallegum og vönduðum efnum. Þægindin eru samt alltaf í fyrirrúmi svo oftar en ekki eru það víðar buxur og stórir bolir eða skyrtur. Svo má jakkinn eða kápan vera aðeins ýktari. Ég get endalaust keypt mér fallega jakka eða kápur. Myndi segja að ég væri nokkuð samkvæm sjálfri mér þegar kemur að klæðaburði og klæði mig alltaf bara út frá því hvað mér finnst fallegt og flott en ekki hvað eða hver er endilega í tísku þá stundina.

2Hver er uppáhaldsverslunin þín á Íslandi?

Kron og Kronkron eru í miklu uppáhaldi. Að labba inn í Kronkron er eins og að stíga inn á listasafn. Annars kemur svo margt til greina.  Zara, Geysir, Fatamarkaðurinn hjá Hlemmi, Gyllti kötturinn, Consept store, Kolaportið, Eymundsson, Stefánsbúð, Vínberið, Rauði krossinn, Bókabúðin á Berstaðarstræti, Jólahúsið, Melabúðin. Kormákur og Skjöldur.

3Hvernig skóm gengur þú oftast í?

Þessa dagana geng ég nánast eingöngu í skóm frá Camper sem ég keypti í Kron. Annars á ég mikið af skóm frá Chie Mihara þeir eru ótrúlega þægilegir og vandaðir.

4Með hvaða kaffihúsi mælir þú með hérna heima?

Te og Kaffi er alltaf ofarlega. Ég er fastakúnni þar og elska að geta keypt mér kaffi og lesið blöðinn. Grái kötturinn, Mokka, Kaffi Vest eru líka huggulegir og Vinyl, tvöfaldur kaffilatte með haframjólk er það besta.

5Hver er uppáhalds flíkin þín?

Svo margt sem kemur til greina. Pelsarnir mínir, hvíta skyrtan mín frá Vivienne Westwood. Comme des gracons kápan mín, Marjan Pejoski leðurbuxurnar mínar, svörtu Levi´s 501 buxurnar mínar koma þá sterklega til greina. Ullarpils frá ömmu sem ég nota mjög mikið og margt fleira frá ömmu og mömmu – það eru dýrmætustu flíkurnar.

6Hver eru bestu kaupin þín ?

Pels sem ég keypti á klink í Berlin fyrir nokkrum árum, 66° norður úlpan mín sem ég er búin að eiga í 7 ár en lítur enn út fyrir að vera ný.  Annars eru góðir skór alltaf góð kaup.

7Hvar færðu innblástur í fatavali þínu ?

Ég á engar sérstakar tískufyrirmyndir en ég sæki innblástur allstaðar. Ég elska að fylgast með klæðaburði allstaðar. Ólíkir og framandi menningarheimar heilla líka og það er alltaf gaman að fá hugmyndir þaðan. Það er líka gaman að fylgast með bloggara og ljósmyndara sem heitir Scott Schuman og heldur úti síðu sem heitir The Sartorialist. Hann tekur ljósmyndir af götutískunni allstaðar úr heiminum. Svo mótar maður auðvitað einhverjar skoðanir út frá umhverfinu og samfélagsmiðlum þegar kemur að klæðnaði þótt það sé alveg ómeðvitað.

8Hver er uppáhalds veitingastaðurinn þinn?

Ef ég á að vera samkvæm sjálfri mér verð ég að segja Pizza Hut. Það er fátt betra en cheesy crust pizza og bjór. Osushi, Rub og Fiskmarkaðurinn, mæli með steinbítnum í jurta pestó og kartöflu smælkinu þar. Annars er ég að vinna á KEX hostel núna og það er ótrúlega huggulegur staður og maturinn kemur skemmtilega á óvart.

9Hvaða snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þér?

Ég get keypt mér endalaust af ilmvötnum, góðum möskum og hárvörum. Davines eru dásamlegar hárvörur, NouNou línan þeirra er í miklu uppáhaldi, hárið mitt er mikið aflitað og þessar vörur eru búnar að bjarga hárinu mínu. Milkshake hárvörurnar eru líka æði. Glamglow maskarnir eru líka í miklu uppáhaldi þessa dagana og ilmvatn sem heitir Viva la juicy gold couture.

10Getur þú gefið okkur nokkur góð tískuráð ?

Bara að vera samkvæmur sjálfum sér og pæla ekki alltof mikið hvað er inn þessa stundina. Kaupa frekar aðeins dýrari og vandaðar flíkur heldur en eitthvað ódýrt og einnota. Endurnýta og klæða sig eftir veðri.

Jólagjafalistinn minn

1Jakki- dark nature Kormákur og Skjöldur

2Músalampi fæst í hrím

3Sokkar frá H&M ErdemxH&M

4Perlur úr ljóðum íslenskra kvenna fæst hjá Forlaginu

5Iona hælar frá Chie Mihara – chiemihara.com

6Vesti – dark nature Kormákur og Skjöldur 

7Stuttbuxur – dark nature Kormákur og skjöldur

8Maski frá Body Shop

9Plötuspilari fæst hjá Nordstrom.com

10Rúmföt  fást hjá urbanoutfitters.com

11Ástarljóð eftir Davíð stefánsson fást hjá Forlaginu

12Davines hárvörur

13Marshall hátalari fæst víða. Fríhöfninni, Eldhaf, Heimkaup, Elko

14Húsailmar og kerti frá Völuspá fæst hjá MAIA á Laugavegi

15Litil leðurtaska út H&M

16Lampi hönnun Louis Poulsen. PANTHELLA MINI – epal

17Gucci Flora ilmvatn

18Rúmföt – urbanoutfitters.com

19Tindur dúnúlpa frá 66 norðu

20Húsailmar og kerti frá Völuspá fæst hjá MAIA á Laugavegi

21Teppi frá Geysir